15.5.2007 | 00:40
Ósköp eðlileg tillaga
Meira hvað sumir flokksdindlar geta gelt fyrir húsbóndann á bloggsíðunum sínum.
Að kalla það valdagræðgi að Steingrímur J. vilji gjarnan mynda vinstristjórn.
Halllóóóó, maðurinn er yfirlýstur vinstrimaður og búinn að horfa upp á hægristjórnir í 16 ár.
Auðvitað vill hann að vinstristjórn komist til valda og hún verður ekki mynduð nema með stuðningi Framsóknarflokksins.
Steingrímur er alveg samkvæmur sjálfum sér með því að leggja til að Framsókn fái ekki ráðherraembætti en verji stjórnina falli, hann er jú búinn að lýsa því yfir að Framsókn þurfi að hvíla sig á ráðherrastólunum.
Svo ég útskýri nú orðið valdagræðgi fyrir þessum geltandi einfeldningum, þá er valdagræðgi EKKI að vilja komast í ríkisttjórn til að koma fram vilja kjósenda sinna.
Valdagræðgi er að fara í meirihlutasamstarf þvert gegn vilja kjósenda sinna.
Ef t.d. Framsóknarflokkurinn heldur áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, þá er það ekkert annað en valdagræðgi af hálfu Framsóknarflokksins, en ósköp eðlileg pólitík af hálfu Sjálfstæðisflokksins, (þeirra kjósendur eru ánægðir).
Allt meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Vinstri - grænna, í sveitarstjórnum eða ríkisstjórn, ber svo með sér, eðli málsins samkvæmt, keim af valdagræðgi. Þessir flokkar standa jú fyrir algerlega andstæð sjónarmið.
Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 00:16
Að sjálfsögðu á að kæra þetta til lögreglu
Manneskjan er víst friðuð, eins og örninn, þannig að ekki gengur að skjóta veiðiþjófana, en bóndinn er í fullum rétti til að verja varp sitt og mér finnst sjálfsagt mál að kæra þjófnaðinn til lögreglu, eins og allan annan þjófnað.
Þjófarnir væru menn að meiru, fyrst þeir hafa fengið færi á því, að biðjast afsökunar og þá býst ég við að málið væri úr sögunni.
Veiðiþjófar í æðarvarpi í Önundarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 23:59
Fáránlegar reglur
Þetta mál sannar enn og aftur það sem ALLIR sem kosið hafa utan kjörfundar síðustu 100 árin eru sammála um:
Það er FÁRÁNLEGT að menn eigi sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæðum sínum til skila.
Að sjálfsögðu á að safna saman atkvæðunum þar sem þau eru greidd og senda þau öll saman.
P.s. Sjálfur lenti ég í því fyrir nokkrum árum að senda atkvæðið mitt sem ábyrgðarbréf með Flugfélagi Íslands á föstudagsmorgni. Það lá nákvæmlega fyrir hvað var í bréfinu, hvert ætti að koma því til skila, hvenær og hvernig. Fyrir þetta borgaði ég eitthvað á annað þúsund krónur og svo náttúrlega rotnaði atkvæðið mitt bara í höndunum á Flugfélaginu fram á mánudag.
DHL segist áskilja sér rétt til að opna pakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 15:59
Hvað er til ráða?
Þetta er náttúrlega ómögulegt ástand.
Við Íslendingar eigum ekki lengur minnsta möguleika í þjóðaríþróttinni Eurovision.
Mér fannst reyndar framlag okkar ekki líklegt til árangurs þetta árið.
Lagið sjálft var bara ekki alveg nógu gott til að gera góða hluti (nógu gott til að komast í úrslit kannski), en flutningur og framkoma var alveg til fyrirmyndar.
Það er alltaf léttir þegar maður þarf ekki að skammast sín neitt fyrir íslenska framlagið, engir hræðilegir búningar eða hallærislegir dansarar.
Það er alveg fráleit að 10 bestu lögin hafi komist áfram í gær.
Sum þeirra voru ágæt og áttu skilið að komast áfram.
Sum þeirra falla ekki í kramið í Vestur-Evópu en gætu hæglega þótt bráðskemmtileg annars staðar og fóru þess vegna áfram.
Loks voru svo nokkur sem voru hreint út sagt ömurleg og komust einungis áfram vegna þess hvað þjóðin er fjölmenn og á marga nágranna.
Þetta símakosningakerfi er náttúrlega alveg fáránlegt og auðvelt að rökstyðja það. Prófið bara að sjá fyrir ykkur að leikur Manchester United og West Ham yrði ekki dæmdur af dómara og línuvörðum, heldur með símakosningu!!!
Ef við ætlum að eiga einhverja möguleika í Eurovision, þá eru nokkrir kostir í stöðunni:
1. Rekum Ísrael og Tyrkland úr keppninni. Ísrael er ekki í Evrópu og Tyrkland að mjög litlu leyti. Mér þætti reyndar mikil eftirsjá í ísraelsku framlögunum, dvergurinn í gær var alger snilld og hver man ekki eftir Húbba-húlle-húlle-húlle? Eigum við ekki að leyfa þeim að keppa sem gestum?
2. Sundrum Íslandi og helst hinum Norðurlöndunum. Lýsum t.d. yfir sjálfstæðum ríkjum Vestmannaeyja, Þingeyjarsýslna, Seltjarnarness, Kárahnjúka, Valhallar, Seðlabankans og Framsóknarflokksins. Eða enn betra, skiptum Íslandi í 63 einmenningskjördæmi fyrir kosningarnar á morgun og lýsum svo yfir sjálfstæði þeirra allra fyrir næsta Eurovision. Þá kannski kæmi loksins eitthvað af viti út úr starfi þingnefnda, enda vita allir að einu starfhæfu nefndirnar eru eins manns nefndir. Svo klárum við bara að kaupa Danmörku og skiptum henni í nokkur smærri ríki, eitt getur heitið Magasin, annað Baugur, það þriðja Køøøbþing o.s.frv.
3. Bíðum þolinmóð meðan Pútín & co. klára að brýna vopnin. Það er bara tímaspursmál hvenær Sovétríkin verða eina Austur-Evrópuríkið.
4. Látum Björgólf Thor kaupa öll símafyrirtækin í Evrópu, þá getum við algerlega stjórnað atkvæðagreiðslunni og okrað á öllum hinum þjóðunum líka.
Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 23:11
Þrjóskupúkar
Ég er alveg sammála því að það á ekki að steypa alla í sama mótið og oftast finnst mér fínt að menn fái að hafa sína sérvisku í friði.
En það eru samt ákveðin atriði sem er beinlínis lífshættulegt að ekki séu samræmd um allan heim.
Þar má sem dæmi nefna umferðarreglur, hvort sem er í lofti, á láði eða legi.
Það er staðreynd að fjöldinn allur af ferðamönnum, þar á meðal Íslendingar, hafa látið lífið í umferðarslysum á Bretlandi eingöngu vegna þess að þar er vinstri umferð.
Gervihnettir, og gott ef ekki heilu eldflaugarnar, hafa hrapað til jarðar af því að Bretar og fleiri þrjóskupúkar með stórveldisdraumóra neita að læra alþjóðlegar mælieiningar.
Pint" af öli bjargað á Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 18:10
Aumingjar !!!
Þvílíkur dæmalaus aumingjaskapur á sér engin fordæmi. Milljónaþjóðir tapa fyrir einu fámennasta ríki í heimi í íþróttum og vilja þá bara banna smáþjóðinni að taka þátt í mótum. Og með hvaða rökum? Jú, að Grænlendingar eigi "meiri samleið" með Evrópuþjóðum. Hvern andskotann kemur það málinu við? Grænland er og verður í Ameríku, rétt eins og t.d. Kanada, sem síðast þegar ég vissi heyrði undir Englandsdrottningu, þannig að þeir aumingjar ættu bara að halda kjafti.
Ég skora hér með á stjórn HSÍ að beita sér fyrir því að Argentína, Bandaríkin, Kanada, Chile og Paragvæ verði fyrirvaralaust rekin úr IHF og meinuð þátttaka í alþjóðlegum handknattleiksmótum.
Grænlendingar eru vongóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stefán Þingeyingur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar