Ósköp eðlileg tillaga

Meira hvað sumir flokksdindlar geta gelt fyrir húsbóndann á bloggsíðunum sínum.
Að kalla það valdagræðgi að Steingrímur J. vilji gjarnan mynda vinstristjórn.
Halllóóóó, maðurinn er yfirlýstur vinstrimaður og búinn að horfa upp á hægristjórnir í 16 ár.
Auðvitað vill hann að vinstristjórn komist til valda og hún verður ekki mynduð nema með stuðningi Framsóknarflokksins.
Steingrímur er alveg samkvæmur sjálfum sér með því að leggja til að Framsókn fái ekki ráðherraembætti en verji stjórnina falli, hann er jú búinn að lýsa því yfir að Framsókn þurfi að hvíla sig á ráðherrastólunum.

Svo ég útskýri nú orðið valdagræðgi fyrir þessum geltandi einfeldningum, þá er valdagræðgi EKKI að vilja komast í ríkisttjórn til að koma fram vilja kjósenda sinna.
Valdagræðgi er að fara í meirihlutasamstarf þvert gegn vilja kjósenda sinna.
Ef t.d. Framsóknarflokkurinn heldur áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, þá er það ekkert annað en valdagræðgi af hálfu Framsóknarflokksins, en ósköp eðlileg pólitík af hálfu Sjálfstæðisflokksins, (þeirra kjósendur eru ánægðir).
Allt meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Vinstri - grænna, í sveitarstjórnum eða ríkisstjórn, ber svo með sér, eðli málsins samkvæmt, keim af valdagræðgi. Þessir flokkar standa jú fyrir algerlega andstæð sjónarmið.


mbl.is Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband