Afsakið meðan ég æli

Þarna talar Vilhjálmur Egilsson með rassgatinu, eins og talsmönnum sérhagsmunaklíkusamtaka hættir til. Ísland var bananalýðveldi, eða "nyrsta Afríkuríkið" áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Heldur karluglan í alvöru að Afríkuríki séu þekkt fyrir að hækka skatta á hina efnameiri til þess að reyna að jafna lífskjör? Nei, svoleiðis hagfræði hefur frekar verið kennd við Skandinavíu.

Að arðræna almenning til að fáeinir glæpamenn geti auðgast ógurlega er hagfræði sem frekar hefur verið tengd við einræðisherra Afríku og, merkilegt nokk, félaga Vilhjálms í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Segir Ísland nyrsta Afríkuríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Greyið Stefán. Er von að þú ælir.

Hörður Einarsson, 9.11.2012 kl. 21:29

2 identicon

Vel mælt Stefán !

Sveinn (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 23:20

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú hefur aldrei heyrt um Zimbabve, sé ég. Þar er sko jöfnuður.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2012 kl. 23:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá skortir ekki erlenda fjárfestingu í Afríku. Þar eiga stórfyrirtækin allt og flytja allan arð úr landi eftir svarta díla við spillta þjóðhöfðingja. Á meðan lifir alþýðan undir sultarmörkum og frumskógarlögmálið gildir. Ætli Villi vitlausi eigi við þetta í þessum samanburði sínum?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2012 kl. 00:02

5 identicon

Ælu-stefán hefur væntanlega ekki lesið fréttina sem hann þó asnast til að blogga um - en þar er verið að tala um viðhorf fjárfesta til íslenskra stjórnvalda.

Svo hefur ælu-stefán ekkert nennt að fylgjast með  stefnu stjórnvalda á síðustu árum.  Eitt er víst ekki hafa erlendir vogunarsjóðir farið halloka fyrir íslenskum stjórnvöldum - og almenningur hefur svo sannarlega fengið að borga hærri skatta, allur almenningur - hver og einn einasti kjaftur í landinu - en ælu-stefán fylgist ekkert með, steinsofandi á milli þess sem hann ælir.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 00:34

6 identicon

er svo sannarlega sammála Stefán og held að dæminn sanni að það eru fult af fjárfestum tilbúnir að fjárfesta hér en Villi og vinir hans vilja bara hafa þetta hér eins og í Afríku þar sem fjárfestarnir og auðvaldið fá allt fyrir ekkert og almeningur situr eftir án þess að sjá nokkuð annað en að þurfa áfram að berjast fyrir lífsnauðsynjum ”jafnvel harðar” meðan auðmennirnir vilja alltaf meira í sinni siðlausu spillingu, Villi er málpípa spiltrar klíku, þá sömu og kom okkur í þrot og hrun og því frekar vafasamt að telja hann hafa almannahag í huga

siggi (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 02:20

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem er sennilega rétt í þessu er, að menn og konur erlendis forðast ísland - vegna Sjallaflokks og háttalag þeirra klíka sem nefndur flokkur samanstendur af. það var nú bara í gær sem hann rústaði landinu.

SJS og Jóhanna unnu þrekvirki eftir að þau tókið við stjórnartaumum og eru allstaðar virt erlendis fyrir sýnar skynsamlegu og raunslju aðgerðir og það er vel skjalfest og óumdeilt.

En ofaní það kemur skemdarverkastarfsemi Sjalla og ennfremur kjánaþjóðrembinga sem hafa staðið í óhæfuverkum með Sjallaklíkunni. Sem dæmi má nefna þegar innbyggjar hérna samþykktu það í tvem þjóðaratkvæðagreiðslum að Sjallar mættu stela innstæðum ef um menn og konur af erlendu bergi brotnu væri að ræða. það er hvergi vel séð í vestrænum ríkjum. Slík brútal og barbarísk mismunun. Ennfremur hafa nokkur fleiri mál komið upp sem kjánaþjóðrembingar hafa endilega af heimsku sinni þurft að rugla í landi og lýð til stórtjóns og skaða.

það síðasta sem kemur svo upp er, að það spyrst út að innbyggjar hérna ætli að kjósa Sjalla aftur til einveldis við fyrsta tækifæri. Auðvitað krossbregður fólki erlendis við þessi tíðindi. Síðast þegar Sjallar voru einráðir - þá varð barasta að frysta mestöll samskipti Íslands við umheiminn vegna sjóðstæmingaráráttu Sjalla. það var bara sagt við Sjalla: Stopp! Hingað og ekki lengra! Sem vonlegt var.

Nú er smám saman að renna upp fyrir erlendum, að meirihluti innbyggjar hérna í raun styður háttalag Sjalla. Flokki sem almennt er lýst af fræðimönnum sem að hálfu leiti bófaflokki og að hálfu leiti bjálfaflokki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2012 kl. 02:21

8 identicon

Bjarni, almeningur og fyrirtækin hafa svo sannarlega þurft að borga hærri skatta en hvers vegna? Það er náturlega ekki mönnum eins og Villa og græðgisklíkum að kenna, nei auðvitað er það vondu fólki i stjórnini að kenna sem hefur bara tekið þetta upp hjá sjálfu sér en ekki vegna þess að auðvaldið og flokksfélagar Villa settu allt í þrot

siggi (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 02:32

9 identicon

"Kennd við Skandinavíu", meira ruglið í þér drengur. Síðan hvenær hafa Skandinavar fundið upp eitt né neitt? Veistu virkilega ekki hvaðan sócíalisminn kemur? Og hvað væri annars skammarlegt við að minna á Afríkuríki? Þau eru um margt verðmætara en efnahag og hluti sem hafa með veraldleg gæði að gera til fyrirmyndar og standa okkur framar á ýmsum sviðum. Ef þú trúir mér ekki skoðaðu bara útlitið á fólkinu. Snjóhvítar tennur, sterkbyggð, hraust, nema þar sem þau eru að svellta út af arðráni Vesturlanda og skuldaánauð í hlekkjum fyrrum nýlendukúgara sinna, sem síðar gerðust lánardrottnar þeirra til að geta haldið áfram að blóðmjólka þau eftir sjálfstæðið, því þannig slær nú hjarta "Evrópu" eftir allt saman. Vilhjálmur hljómar eins og hinn versti sveitamaður og fáviti að geta ekki gripið til betra "blótsyrðis" en þetta og þú gerir sjálfan þig að fífli með því að hafa þetta eftir manninum. Já, skammist ykkar bara báðir tveir! http://www.inthesetimes.com/issue/25/16/zachary2516b.html

Citizen of the world. Enemy of the Old World, Euro-Centric Order of Opression, Kings and Popes (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 06:33

10 Smámynd: corvus corax

Þetta er hárrétt! Ísland er nyrsta Afríkuríkið og Vilhjálmur er aðal-halanegrinn!

corvus corax, 10.11.2012 kl. 08:42

11 Smámynd: ViceRoy

Svo þú hefur það sem sagt betra núna en fyrir hrun?

Voru skattarnir hækkaðir til að jafna lífskjör eða reyna að draga hina niður í svaðið? 

Hvar eru annars kærurnar og handtökurnar á þeim sem ollu því að hrunið var rosalegt? 

Samfylkingin getur ekki einu sinni viðhaldið stefnu sinni um kynjamisrétti... ekki VG heldur. 

Við erum ekki "nyrsta Afríku veldi" lengur... við erum djúpt inn í helvítis frumskóginum!

ViceRoy, 10.11.2012 kl. 10:03

12 identicon

Sæll.

Skattheimta í dag er orðin að tómu rugli, er í raun bara þjófnaður.

Eitt einfalt dæmi segir allt sem segja þarf um skaðsemi skattheimtu: Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Tapaði ríkið tekjum? Nei. Tekjur ríkisins af þessum skattstofni þrefölduðust!!

Hvernig væri að þeir sem þetta lesa kíktu á skattframtalið sitt og athuguðu hve mikið af sínum heildartekjum renna beint í opinberu hítina. Þá eru ótaldir aðrir skattar eins og vaskur og bensínskattur. Er eðlilegt að fólk sé að vinna um 4-6 mánuði á ári fyrir hið opinbera? Af hverju er það ekki þrældómur?

@JSR: Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Það er einföld staðreynd að þau erlendu fyrirtæki sem starfa í vanþróuðum ríkjum borga hærra kaup en innlend fyrirtæki gera. Svo eru líka aðrir þættir sem spila inn í varðandi það að ákveða hvort fjárfesta eigi í vanþróuðu ríki eins og það t.d. hvort eignarréttur sé virtur þar eða ekki.  

Helgi (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband