Hvað er til ráða?

Þetta er náttúrlega ómögulegt ástand.
Við Íslendingar eigum ekki lengur minnsta möguleika í þjóðaríþróttinni Eurovision.

Mér fannst reyndar framlag okkar ekki líklegt til árangurs þetta árið.
Lagið sjálft var bara ekki alveg nógu gott til að gera góða hluti (nógu gott til að komast í úrslit kannski), en flutningur og framkoma var alveg til fyrirmyndar.
Það er alltaf léttir þegar maður þarf ekki að skammast sín neitt fyrir íslenska framlagið, engir hræðilegir búningar eða hallærislegir dansarar.

Það er alveg fráleit að 10 bestu lögin hafi komist áfram í gær.
Sum þeirra voru ágæt og áttu skilið að komast áfram.
Sum þeirra falla ekki í kramið í Vestur-Evópu en gætu hæglega þótt bráðskemmtileg annars staðar og fóru þess vegna áfram.
Loks voru svo nokkur sem voru hreint út sagt ömurleg og komust einungis áfram vegna þess hvað þjóðin er fjölmenn og á marga nágranna.

Þetta símakosningakerfi er náttúrlega alveg fáránlegt og auðvelt að rökstyðja það. Prófið bara að sjá fyrir ykkur að leikur Manchester United og West Ham yrði ekki dæmdur af dómara og línuvörðum, heldur með símakosningu!!!

Ef við ætlum að eiga einhverja möguleika í Eurovision, þá eru nokkrir kostir í stöðunni:

1. Rekum Ísrael og Tyrkland úr keppninni. Ísrael er ekki í Evrópu og Tyrkland að mjög litlu leyti. Mér þætti reyndar mikil eftirsjá í ísraelsku framlögunum, dvergurinn í gær var alger snilld og hver man ekki eftir Húbba-húlle-húlle-húlle? Eigum við ekki að leyfa þeim að keppa sem gestum?

2. Sundrum Íslandi og helst hinum Norðurlöndunum. Lýsum t.d. yfir sjálfstæðum ríkjum Vestmannaeyja, Þingeyjarsýslna, Seltjarnarness, Kárahnjúka, Valhallar, Seðlabankans og Framsóknarflokksins. Eða enn betra, skiptum Íslandi í 63 einmenningskjördæmi fyrir kosningarnar á morgun og lýsum svo yfir sjálfstæði þeirra allra fyrir næsta Eurovision. Þá kannski kæmi loksins eitthvað af viti út úr starfi þingnefnda, enda vita allir að einu starfhæfu nefndirnar eru eins manns nefndir. Svo klárum við bara að kaupa Danmörku og skiptum henni í nokkur smærri ríki, eitt getur heitið Magasin, annað Baugur, það þriðja Køøøbþing o.s.frv.

3. Bíðum þolinmóð meðan Pútín & co. klára að brýna vopnin. Það er bara tímaspursmál hvenær Sovétríkin verða eina Austur-Evrópuríkið.

4. Látum Björgólf Thor kaupa öll símafyrirtækin í Evrópu, þá getum við algerlega stjórnað atkvæðagreiðslunni og okrað á öllum hinum þjóðunum líka.


mbl.is Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að við verðum að treysta á Björgólf í þessu máli. Hitt er alltof mikið vesen í samanburði við það

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.5.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 563

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband