16.6.2007 | 10:00
Hvalkjöt er herramannsmatur
Mig langar aðeins að rakka niður það helv.... kjaftæði sem verið er að matreiða ofan í mann í fjölmiðlum, varðandi hvalveiðar og hvalkjöt.
1. Það eru mjög margir Íslendingar sem finnst hrefnukjöt gott og það er bara tap Hagkaupa að hætta að selja það. Reykvíkingar kaupa þá bara sína hrefnu í Nóatúni eða Kolaportinu hér efitr. Ef við ætlum að banna hrefnuveiðar bara af því að einhver hluti þjóðarinnar kann ekki að meta hrefnukjöt, þá skulum við líka banna súrar gúrkur, ólífur og sólþurrkaða tómata.
2. Það er reginmisskilningur að hvalaskoðun og hvalveiðar fari ekki saman. Það eru bara einhverjir fávísir öfgasinnar sem myndu hætta við Íslandsferð út af hvalveiðum og farið hefur fé betra. Ég hef sjálfur farið í hvalaskoðun með frumherjunum á Húsavík og hafði ákaflega gaman af. Hefði það staðið til boða, þá hefði ég verið til í að kaupa mér hrefnusteik á veitingastaðnum á hafnarbakkanum þegar ég kom í land. Við Íslendingar höfum gaman af að skoða lömbin í sveitinni og okkur finnst gott að borða þau á haustin.
Ég hef boðið útlendingum (Austurríkismönnum og Dönum) upp á hvalkjöt. Ekki einn einasti þeirra fúlsaði við því.
3. Matvælaframleiðsla er hornsteinn hvers þjóðfélags. Ef við ekki nýtum okkur þau gæði sem landið og miðin bjóða uppá, þá fer illa fyrir okkur fyrr eða síðar. T.d. næst þegar innflutningur stöðvast vegna styrjaldar eða einhver sjúkdómur kemur upp í alifuglum. Ég get hins vegar alveg tekið undir að það er óþarfi að veiða meira af hval en við getum borðað eða selt.
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Þingeyingur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála hverju orði. Ég var einmitt að horfa á falleg lömb skammt frá Hveragerði þegar ég var að aka heim úr bústaðnum. Kvöldið áður grilluðum við lambalærissneiðar. Litlu lömbin voru svo heillandi þar sem þau hlupu um og léku sér.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 16.6.2007 kl. 10:09
Það er mál að eitthvað heyrist frá hvalveiðsinnum. Þetta var góð og þörf grein hjá þér og vonandi koma fleiri skoðanabræður fram, þannig að það verði ekki eingöngu boðið upp á bullið í hvalaskoðunarsinnum.
Jóhann Elíasson, 16.6.2007 kl. 10:13
Nafni, eins og kom fram hér ofar hjá Stefáni þá þurfa hvalveiðar og hvalaskoðun ekki að vera andstæður og ekki réttlátt að setja hvalaskoðunarsinna undir einn hatt og kalla þá bullara.
Jóhann, 16.6.2007 kl. 11:56
Einmitt!!! Hver kannast svo sem ekki við að hafa slefað af græðgi þegar litlu sætu lömbin hlaupa og leika sér ?!
Það væri algjöör snilld að bjóða upp á hvalkjöt í hvalaskoðunum ;) tihi.
Þú ert góður penni frændi sæll - gaman að sjá þessa hlið á þér ;)
Sússa sæta frænka (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:30
Þetta er alveg er alveg rétt hjá þér Jóhann hvalveiðar og hvalaskoðun geta alveg farið samen en sumir virðast halda að hlutirnir séu eingöngu svartir og hvítir þeir gleyma öllum litatónunum á milli. Mér dettur ekki í hug að kalla alla hvalaskoðunarsinna bullara en ég tek mér það bessaleyfi að taka einn og einn mann út úr menn, sem taka engum rökum, á hvern hátt sem þau eru framsett og kalla þá bullara.
Jóhann Elíasson, 16.6.2007 kl. 22:05
"Drepum alla öfgasinna!" sagði kerlingin
Stefán Jónsson, 17.6.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.