Eru nú Svíar líka farnir að skæla?

Danir eru búnir að snökta mánuðum saman yfir yfirgangi Íslendinga.
Finnst það bölvuð frekja að við séum að kaupa af þeim verslanir og heimta að starfsfólkið læri að vinna vinnuna sína.
Ég held þeir megi þakka fyrir að við arðrænum þá ekki í 400 ár og látum þá éta skóna sína, sem væri reyndar ágætis tilbreyting frá endalausu smörrebröd.

Nú virðist vælið hafa smitast yfir Eyrarsund.
Ég held að við megum þakka guðunum fyrir að það eru gerðar meiri kröfur til starfsmanna í flugumferðarstjórn, fluggagnafræði og flugvallaumsjón heldur en til sænskra blaðamanna.

Ég var að vinna í Noregi í síðustu viku. Norðmenn virðast enn ekki kippa sér mikið upp við viðskiptabrölt smáfrænda sinna í norðri. Þegar ég spurði norska framkvæmdastjórann hvort fyrirtækið væri með einhvern samning við líkamsræktarstöðina við hliðina á skrifstofunni, svo ég gæti fengið hagstætt tilboð, svaraði hann:
"Nei, því miður. En segðu bara að þú sért Íslendingur og sért að spá í að kaupa stöðina og viljir fá að prófa hana í viku." Grin


mbl.is Neita því að Íslendingar stórgræði á þjónustunni í Pristina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei nei bara upprisinn!

vonandi fer að koma eitthvað meir inn á síðuna og kannski líka eitthvað um lífið hjá sjálfum þér í köben

Gummi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:57

2 identicon

Hahahaha - Norsarinn klikkar ekki - hvar fékk maðurinn húmorinn??? Ætli hann hafi fengið hann frá Íslendingi.

Velkominn heim annars...og myndin....er alveg á leiðinni í póstinn ;)

Sússa sæta frænka (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband