28.5.2009 | 09:03
Uppskrift að grilluðum skötusel
Matur fyrir 2 hrausta karlmenn:
3 kíló skötuselur
1 kartafla
kippa af bjór
fullt af kolum
slatti af smjöri
pipar og salt
Kveikið í kolunum (gas er bara fyrir aumingja) með látum.
Notið helling af grillkveikilög og andið að ykkur ilmandi reyknum og gefið skít í að hann sé krabbameinsvaldandi.
Ekki láta ykkur detta í hug að bíða í einhverjar 20-30 mínútur eftir að kolin verði heit.
Skvettið frekar smá bensíni á eldinn.
Skerið filmuna utan af skötuselnum, makið á hann smjöri, sem þið bræðið með krepptum hnefunum, kryddið frekar lítið.
Svo skal skepnan grilluð bara rétt á meðan þið skiptið á milli ykkar bjórkippunni, svona 3-4 mínútur sem sagt.
Á meðan er upplagt að fara í léttan boltaleik með kartöfluna og enda á að grýta henni upp á þak hjá nágrannanum, enda kartöflur ekki mannamatur.
Skóflið svo kvikindinu í ykkur, skolist niður með ísköldu brennivíni, og farið að horfa á leikinn.
Verði ykkur að góðu.
Sérsveitin tók á móti skötuselsveiðimönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Þingeyingur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður : )
Hanna (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:20
Mér finnst að vísu vanta allt egg og beikon í þetta hjá þér.
Vefja skepnuna í beikon áður en hún er lögð á grillið og henda eggjunum í ferskustu ríkisstjórn hverju sinni.
Og hvað er málið með kartöfluna og nágrannan...? Hann er í sömu skítamálum og þú... baka kartöfluna þar til hún verður óhóflega mjúk og henda henni á eftir eggjunum :)
Már (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:52
Já, smakkaðirðu skötuselinn Hanna og fannst hann góður?
Már, mér finnst beikonvafningurinn vera eitthvað svo mikið 2007. Nú er kreppa og það er bara "back to basics".
Stefán Jónsson, 29.5.2009 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.