Hagstjórn frá helvíti

Seldi Sjálfstæðisflokkurinn Kölska sálu sína gegn því að verða stærsti flokkurinn í kosningum um aldur og ævi? Það er alla vega ómögulegt að sjá annað en að árar undirdjúpanna hafi ráðið ferðinni í fjármálum þjóðarinnar síðustu árin.
Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa sleikt upp þvæluna í Hannesi Hólmsteini árum saman með hroðalegum afleiðingum. Þessir bjánar virðast alla tíð hafa haldið að á Íslandi giltu önnur náttúrulögmál en í öðrum löndum. Ég, fyrir mitt leyti, þori hins vegar að fullyrða að t.d. þyngdarlögmál Newtons er hér í fullu gildi og sjaldan jafn öflugt og yfir hátíðirnar :o)
Síðustu 7-8 árin, þegar hér ríkti ofsaþensla og hagkerfið þurfti á kælingu að halda, þá lækkuðu bjánarnir skatta og þöndu út ríkiskassann. Nú, þegar við blasir gríðarlegur samdráttur og hagkerfið mun þurfa á innspýtingu að halda, þá hækka fábjánarnir skatta og skera niður allar framkvæmdir hins opinbera, meðal annars þær sem hafa verið bundnar í lög.
Svo virðist vera alveg sama hvað þjóðin blótar þessum andskotum, þeir fitna þá bara eins og púkinn á fjósbitanum forðum.
Fari það í heitasta helvíti.


mbl.is Hækkun tekjuskatts og útsvars 1,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband