Ég ákæri

Ég ákæri Flugleiðir/Icelandair/FL Group eða hvað sem þetta helv... glæpafyrirtæki kýs að kalla sig.

Ég ákæri glæpafyrirtækið fyrir að hafa okrað á Íslendingum árum saman, en smjaðrað um leið fyrir útlendingum.
(Dæmi: Ég greiddi sjálfur ISK 35.000 fyrir mörgum árum fyrir flug KEF-CPH-KEF, en við hliðina á mér aðra leiðina sat bandarísk stúlka sem greiddi ISK 20.000 fyrir flug USA-KEF-CPH-KEF-USA)

Ég ákæri glæpafyrirtækið fyrir að hafa misboðið heilbrigðri skynsemi árum saman með því svívirðilega háttalagi að selja flugferðir aðra leiðina á þrefalt hærra verði en báðar leiðir!!!
Það var að sjálfsögðu gert eingöngu til að reyna að drepa samkeppnina frá Iceland express.

Ég ákæri glæpafyrirtækið fyrir að hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar seilst í sjóði þjóðarinnar til að greiða fyrir eigin fjárglæfrastarfsemi.

Ég vil hins vegar hrósa starfsfólki glæpafyrirtækisins, flugmönnum, flugþjónum, flugvirkjum og skrifstofufólki, sem alla tíð sýndi af sér ríka þjónustulund og góð vinnubrögð þegar ég var í viðskiptum við glæpafyrirtækið (sem ég vona að ég neyðist aldrei til aftur).

Mér finnst yfirlýsing Jóhannesar Bjarna Guðmundssonar sorgleg, en um leið skiljanleg. Hann er náttúrlega að hugsa eingöngu um eigin hagsmuni, sem er ákaflega mannlegt.
Ég vona svo sannarlega að það séu ekki margir landar mínir nógu vitlausir til að kokgleypa þessa þvælu.
Mér þætti gaman að vita hvort Jóhannes Bjarni neitar að kaupa í matinn hjá verslunum sem hafa erlent starfsfólk!!!

Ég hvet fólk til að versla eingöngu við Iceland express, þar til glæpafyrirtækið hefur beðist afsökunar á glæpum fortíðarinnar. Batnandi fyrirtækjum er best að lifa.


mbl.is FÍA hvetur fólk til að styðja íslenskt flugfélag, ekki breskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Ég þurfti að fljúga CPH-KEF-CPH hérna um daginn, og rannsakaði verðmuninn á þessum 2 fyrirtækjum sem maður hefur að velja um - að sjálfsögðu.

Fyrst kíkti ég á Icelandair heimasíðuna, og sá að það kostaði uþb. 50 þúsund aðra leiðina. Ég alveg, sjitt ég á aldrei eftir að finna flug... Kíkti ég  á Iceland Express heimasíðuna.. nei sko! fann ég ekki bara flug á 30 þúsund báðar leiðir. Hvort fyrirtækið heldur þú að ég velji?

Ég veit að Icelandair er dýrara vegna meiri þjónustu, en þessi þjónusta felst í því að maður fær mat í flugvélinni - ekkert annað. 

Íslenskt eða Breskt - mér er alveg sama.. Svo lengi ég fái vöruna á viðráðanlegu verði - og ég get lifað af án þess að fá flugvélamat!

Jóhanna Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband