7.6.2008 | 17:24
Sitthvað er Jón og Jón Sjálfstæðismaður
Sigurði "veist þú ekki hver ég er" Kára þykir óheppilegt að utanríkisráðherra hafi tjáð sig um Baugsmálið í fjölmiðlum. Þó sagði ráðherran ekki neitt merkilegt, aðeins það sem blasir við öllum sem ekki byrgja sér sýn með blárri hönd, að það er búið að kosta glórulaust miklu til Baugsmálsins miðað við það sem efni stóðu til. Samanlagðar refsingar allra sakborninga í málinu jafnast nokkurn vegin á við að Lalli Johns hafi stolið hangikjötslæri úr Hagkaup fyrir jólin.
En mér þykir það skjóta ákaflega skökku við að Sjálfstæðismönnum þyki allt í einu óeðlilegt að ráðherrar tjái sig um niðurstöður dómstóla. Hingað til hafa ráðherrar þessa sama flokks ekki látið sitt eftir liggja að segja ofan í við Hæstarétt og meira að segja alþjóðlega dómstóla, þegar hver embættisfærsla Sjálfstæðismanna á fætur annarri hefur verið dæmd ólögleg. Ég held að Davíð Oddsson hafi á sínum tíma verið kominn á fremsta hlunn með að leggja Hæstarétt niður, þegar hann og flokksbræður hans sáu að miklu betra væri að eitra réttarkerfið innanfrá með því að troða flokksdindlum í öll embætti.
![]() |
Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Þingeyingur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur. Mjög góður, reyndar.
Þarfagreinir, 7.6.2008 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.