16.5.2007 | 15:00
Hvað með ofríki í krafti valds?
Björn Bjarnason kvartar yfir því að Jóhannes í Bónus beiti "ofríki í krafti auðs" og "lýsir áhyggjum af þróum stjórnmálastarfs og réttarríkis".
Sem sagt, að lýsa skoðunum sínum opinberlega, það er ógnun við lýðræðið.
Stjórnmálamenn (lesist sjálfstæðismenn) mega hins vegar beita ofríki í krafti valdastöðu sinnar, halda leynilegt bókhald og leysa öll mál í lokuðum, reykmettuðum bakherbergjum, án þess nokkurn tíma að þurfa að færa haldbær rök fyrir gjörðum sínum og svo borga skattgreiðendur brúsann þegar þeir fá á sig dóm fyrir valdníðslu og afglöp í starfi (sem verður ekki mikið lengur þegar einungis ófrávíkjanlega innmúraðir sjálfstæðismenn sitja í dómarasætum). Og það er þá ekki ógnun við "þróum stjórnmálastarfs og réttarríkis"?!?
Dómsmálaráðherra dæmir sig sjálfur með orðum sínum og gjörðum, það er óþarfi að eyða púðri í að gagnrýna hann.
Sem sagt, að lýsa skoðunum sínum opinberlega, það er ógnun við lýðræðið.
Stjórnmálamenn (lesist sjálfstæðismenn) mega hins vegar beita ofríki í krafti valdastöðu sinnar, halda leynilegt bókhald og leysa öll mál í lokuðum, reykmettuðum bakherbergjum, án þess nokkurn tíma að þurfa að færa haldbær rök fyrir gjörðum sínum og svo borga skattgreiðendur brúsann þegar þeir fá á sig dóm fyrir valdníðslu og afglöp í starfi (sem verður ekki mikið lengur þegar einungis ófrávíkjanlega innmúraðir sjálfstæðismenn sitja í dómarasætum). Og það er þá ekki ógnun við "þróum stjórnmálastarfs og réttarríkis"?!?
Dómsmálaráðherra dæmir sig sjálfur með orðum sínum og gjörðum, það er óþarfi að eyða púðri í að gagnrýna hann.
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Þingeyingur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr
Heimir Eyvindarson, 16.5.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.