23.3.2010 | 17:05
Hummm
Þessi (ó)lög eru klárlega sett af heilum hug og í góðri trú, en eru því miður í besta falli einfeldningsleg.
Hugsjónin á bak við þau er góð, að reyna að sporna við mansali, en ég sé bara ekki vitglóru í því að hægt sé að setja "fortakslaust bann" við einhverri starfsemi á þeirri forsendu að mansal "tíðkist" í greininni (e.t.v. í öðrum löndum?).
Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig ástandið hefur verið á nektardansstöðum hér á landi, en maður getur ekki annað en vonað að þar hafi verið farið að lögum, þó auðvitað sé ástæða til að óttast annað.
Frekar en "fortakslaust bann" hefði ég viljað sjá stranga löggjöf og eftirlit.
Eða hefur kannski líka komið til tals "fortakslaust bann" við virkjanaframkvæmdum, húsbyggingum í Reykjavík og kínversku nuddi, þar sem það er margsannað að mansal hefur verið stundað í þessum greinum hér á landi. Hvað með að banna fatasaum? Barnaþrælkun er landlæg í þeirri iðju víða um heim.
Þessi lög munu alls ekki ná sínum göfuga tilgangi.
Hann næst miklu fremur með allsherjar hugarfarsbreytingu í átt að bættu siðferði í atvinnulífinu.
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Þingeyingur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 688
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf líka að loka IKEA og banna NIKE vörur, því að þessi fyrirtæki hafa notað mannsalsbörn. Það er gott að það eru til 63 mannvitsbrekkur við Austurvöll sem fórnar mikilvægum tíma sínum til að hafa vit fyrir okkur.
Hver hefur vit fyrir þeim.
Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 17:23
Hmmm - og búið, er svarið við þínu svari :)
Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 17:25
Þið sem stígið nú fram og fordæmið eða stillið spurningamerkjum við þessi lög ættuð kannski að kynna ykkur eignahald þessara staða, og náin tengsl þeirra við fíkniefnasölu og vændi.
Og hvað leggurðu til að Kolbrún Bergþórs og við fleiri sem aðhyllumst kvenréttindi og mannréttindi almennt stöndum inná þessum búllum og reynum að vekja siðferði fólks sem hefur engann áhuga?
En einsog þú segir sjálfur og þar er vert að stíga niður í texta þínum, "þú hefur ekki hugmynd".
Einhver Ágúst, 23.3.2010 kl. 18:19
Ef ég vil horfa á súludans eða kaupa mér vændiskonu og í báðum tilfellum vill konan veita þessa þjónustu af fúsum og frjálsum vilja, án þess að nokkur beiti hana valdi eða þvingunum, af hverju eiga þá forræðishyggjumenn meina okkur að hafa þessi viðskipti. Það eru svartir sauðir í öllum hjörðum, líka í þeim sem eiga að gæta laga og rétta og líka í þeim sem setja lögin. Ekki bönnum við þessar stéttir, þú bannar ekki athöfn eða atvinnustarfsemi út af einstaka afbrotum. Það gera bara þeir sem hafa annarleg sjónarmið og stjórnast af takmarkalausri og endalausri forsjárhyggju, en þeir sömu vilja ekki að aðrir hafi vit fyrir þeim.
Ef við viljum uppræta brot, þá þá verður að refsa fyrir brotið, en ekki eitthvað óskylt brotinu. Þegar við erum byrjuð á því þá er fjandinn laus, eða réttara sagt lausari. Og brotamennirnir verða bara minna sýnilegir.
Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 20:21
Einhver Ágúst;
Hver sagði að þú og Kolbrún Bergþórs (hver eruð þið eiginlega, ekki hugmynd hér) ættuð að standa inni á svokölluðum 'búllum' (þín orð) .... Greinilega auðveldara fyrir þig að pósa uppi á háa hestinum yfir 'búlluhórunum' sem ekkert siðferði hafa? Og hver ákvað að þú og þessi Kolbrún væruð talsmenn allra kvenréttinda?
Heldur þú virkilega að þetta séu einu staðirnir sem séu viðriðnir eiturlyfjasölu og vændi? Hefur þú eitthvað pælt í tengslunum á milli fasteignaiðnaðar+sölu/bílainnflutnings og eiturlyfjasölu? Byggingariðnaðarins og mansals? Eldhús/ræstingavinnu og mansals/réttindabrotum?
Heldurðu virkilega að vændi/stripp/kynlífsvinna eigi sér eingöngu stað inni í einhverjum klúbbum? Ef svo þá lifir þú í algjörum draumaheimi. Risastór partur af þessari starfsemi á sér stað í heimahúsum eða einkapartíum í leigðum sölum, gangi ykkur vel að fylgjast með þeirri starfsemi.
Á sama tíma er það nú orðið þannig að ef dansara er nauðgað af karlmönnunum sem réðu hana þá hefur hún engan stað til að leita til að kæra þá, þar sem hún er nú þegar orðin glæpamaður sjálf.
ALVEG FRÁBÆRT MAÐUR.
kiza, 24.3.2010 kl. 00:03
Ok, kiza....án þess að skilja afhverju þú reiðist mér svo þá er ég bara einhver......ég er ekkert á sérstakelga háum hesti og hef alls ekki úr háum söðli að detta í siðferðsmálum en finnst samt allt í lagi að atferli þarsem ég og kynbræður mínir neyðum annað kynið úr fötum gegn greiðslu og nýtum okkur fíkla og fátækt fólk frá öðrum löndum(mansal) okkur til fróunar sé ólöglegt og bannað.....
Þetta á að vera til verndar konum, vissulega munu glæpamennirnir halda sig til hlés með þessa starfsemi héreftir og finna aðrar leiðir, ég er ekki svo vitlaus að vita það ekki en það er allaveganna ólöglegt og allir ættu að vita það, og ég vil að sonur minn viti það, svo tekur hann ákvörðun um hvort hann sé tilbúinn að brjóta lög til að horfa á naktar konur glenna sig, því að vonandi eignast ég dóttur seinna.
Fyrir utan aða ég á konu, móður og systur þrjár.....
Það er verið að fjalla um rekstur nektarstaða og ég kalla það nú helst búllur afþví að almennt eru þeir nú afar ósmekklega innréttaðir staðir með afar lélega þjónustu og dapra drykki þá sérstaklega kaffið, það ER ólöglegt að versla með fólk í byggingariðnaði og veitingastöðum og eiturlyf eru ólögleg svo ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu rasi.
Ég er ekkert að búast við að vændi hverfi, ég vil bara búa í landi þarsem við misnotum ekki konur löglega, ef einhverjir kjósa að gera það þvert gegn lögum þá eru það skýrir glæpamenn og þeir verða vissulega alltaf til.
Ég sé ekkert hvernig kona getur ekki kært nauðgun vegna þess að hún hafi verið eða sé strippari samkvæmt þessum nýju lögum, það eru einmitt staðirnir og rekstraraðilar þeirra sem eru brotlegir við þessi lög, alveg einsog að maður getur alveg kært líkamsárás þó maður hafi gerst sekur um umferðarlagabrot.
Ég vona að svo fari allt að róast hér svo grimmd og kaldhæðni sé ekki BARA það sem mætir manni hvort sem rætt er um flugvirkja eða strippara.....
Hafið það gott á þessum fallega degi.
Einhver Ágúst, 24.3.2010 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.