Vinur er sá er til vamms segir

Mín kæra gráðuga, heimska, heimtufreka þjóð.
Reyndu að troða því inn í þverhausinn á þér að Norðmenn eru okkar nánasta frændþjóð og vilja okkur Íslendingum vel.
Í Noregi er okkur alltaf vel tekið, á köflum jafnvel betur en við eigum skilið því við höfum ekki alltaf komið vel fram við þá.

Við Íslendingar erum með óttalega unglingaveiki í samfélagi þjóðanna, enda rétt búin að slíta barnsskónum.
Nú erum við, eins og unglingum sæmir, búin að drulla gjörsamlega upp á bak í einni fyllerísferðinni, þrátt fyrir varnaðarorð eldri og vitrari þjóða.
Og auðvitað skríðum við vælandi í faðm foreldranna og ætlumst til að þau borgi fyrir skemmdirnar sem við ullum og að þau "láni" okkur fyrir aðeins meira brennivíni.
En viti menn, góðir foreldrar kunna að segja "Nei!".


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjaldgæft að rekast á svona mikið vit í málflutningi. Gefur manni dálitla von í miðju lýðskruminu. Takk fyrir þessa færslu.

ábs (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Ásgeir Bergmann Pétursson

Vel er mælt og afar gott val á fyrirsögn, Af tilefni kvöldsins þá er óskarinn þinn.

Ásgeir Bergmann Pétursson, 8.3.2010 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 688

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband