Fólk er fífl

Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að hafa þjóðina að fíflum, með sínum "Ríkið, það er ég" tilburðum. Stjórnarhættir hér, í kaldasta bananalýðveldi heims, minna miklu fremur á tilburði Pútíns Rússlandsforseta og Gaddafi Líbýuleiðtoga, heldur en nokkurn tíma vestrænt lýðræði.
Embættisfærslur (lesist mannaráðningar) þær sem tíðkast hafa í dómsmálaráðuneyti BíBí frænda undanfarin ár, hefðu umsvifalaust leitt til afsagnar dómsmálaráðherra í t.d. Skandinavíu og Bretlandi, gott ef ekki hreinlega ákæru og refsingar.

Árni M. Mathiesen, dýralæknir, fjármálaráðherra og besserwisser með meiru, ætti að skammast sín fyrir þetta gerspillta verk.
Ömurlegt yfirklór hans, þar sem hann reyndi að hefja sig yfir nefndina sem mat hæfni umsækjenda um stöðu héraðsdómara, minnti mig á máltækið: "Hátt hreykir heimskur sér."
Sjálfsagt er það ágætis starfsreynsla að vera aðstoðarmaður ráðherra, en fjármálaráðherrann er á mjög hálum ís þegar hann tekur upp á því hjá sjálfum sér að hefja þessa reynslu upp til sinna Valhallar-skýjaborga.
Á hverju megum við eiga von næst?
Verður aðstoðarmaður samgönguráðherra ráðinn sem þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, frekar en einhver með þyrluflugmannspróf?
Skellir aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra sér í pungaprófið og verður svo kapteinn á varðskipi? Þá hlýt ég að verða ráðinn sem kokkur á því skipi, því ég hef oft aðstoðað þann ágætis aðstoðarmann í eldhúsinu, líklega þó meira við að blanda drykki en að elda mat.

Þrískipting ríkisvaldsins í löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald er stjórnarskrárbundin á Íslandi.
Sú skipting er varla fyrir hendi eftir allt of langa stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins við kjötkatlana.
Ríkisvaldið minnir frekar á illa þefjandi þríhöfða þurs með bláa hönd.


mbl.is Gagnrýna skipun í dómaraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hér er gífurleg spilling fáir menn í samheldinni blokk sem stjórna öllu. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þessu eða er bara alveg sama.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 493

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband