Maður ársins?

Þó ég hafi sjaldan deilt pólitískum skoðunum með Steingrími Jóhanni, þá tel ég ekki annað hægt en að dást að þrekinu og styrknum í manninum.
Ég tek því undir með þeim mikla snillingi, Jóhannesi á Víkurblaðinu, að Steingrímur á fyllilega skilið að vera valinn maður ársins.
Líklega mætti best líkja þeirri viðurkenningu við Nóbelsverðlaun Obama.
Það er algjörlega óvíst, eiginlega frekar ólíklegt, að hann fái nokkru áorkað, en við getum þó alla vega VONAÐ.

Málið er, að Steingrímur er að REYNA.
Hann tók við gjörsamlega tapaðri stöðu, en hann er samt að berjast.
Þjóðarskútunni var siglt all hroðalega í strand, af gjörsamlega vanhæfum blindfullum skipsstjórnendum, sem flúðu manna fyrstir í bátana.
Steingrímur var í hæsta lagi háseti á dallinum, en það er hann sem stendur keikur í brúnni, þótt brimskaflarnir gangi yfir hálfsokkinn dallinn.

Það þýðir hins vegar ekkert fyrir okkur hin, að liggja vælandi ofan í lest og bíða eftir björgun.


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð nú að taka undir með þér, þó maður sé enginn aðdáandi hans Steingríms, þá verður maður að dást að honum, að hann er að berjast eins og hann getur, þrátt fyrir allt mótlætið.

Fólk getur deilt um það sem hann er að gera, hvort það sé vitleysa eða ekki, en hann stendur í brúnni og er að reyna og berjast fyrir að því virðist nær vonlausri stöðu.

Og einhvernveginn efast ég um að aðrir flokkar mundu standa sig betur. 

Tryggvi (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 01:51

2 identicon

Ef þið kallið þetta að berjast... Maður ársins er val á manni sem berst fyrir hagsmunum Íslendinga eða hefur gert eitthvað merkilegt í þágu Íslands(s.s. publicity). SJS hefur vissulega barist mikið undanfarið, en það hefur ekki verið af hans eigin sannfæringu(jæja þeirri sem við þekktum áður en hann komst í valdastól allavega), ekki fyrir hagsmunum Íslendinga og hann hefur blákalt logið að almenningi. Frekar myndi ég líta til Ögmundar á þann titil(en mér finnst í raun bara fyndið að einhver heilvita maður líti til Alþingis til að velja mann ársins).

Gunnar (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 05:41

3 Smámynd: Stefán Jónsson

Þar get ég þó verið sammála þér, Gunnar. Það ber vott um sorglega litla hugmyndaauðgi mína, að leita að manni ársins við Austurvöll. Ég kenni fjölmiðlum um. Þeir eru búnir að hamra svo linnulaust í kollinn á mér fréttum af þessum skríl, að sú litla vitglóra sem ég þó hef er stórsködduð.

Stefán Jónsson, 26.12.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Þingeyingur

Höfundur

Stefán Jónsson
Stefán Jónsson
Skoðanir höfundar eru óvéfengjanlegar. Það eru engar stafsetningarvillur á síðunni, aðeins stílbrögð.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband